Ekkert finnst mér jafn pirrandi og barnalegt og að segja ‘feis’ við einhvern. Í mjöööög mörgum tilfellum eru líka manneskjurnar sem segja það með vit og þroska á við 5 ára barn, og vita bara ekkert hvað það á að segja og kemur með einhverja óþroskaða ‘móðgun’ og segir svo ‘feis’. Trúiði mér ekki? Já okay, ég ákvað að gamni mínu að leita á huga þegar manneskjur segja ‘feis’:

http://www.hugi.is/tiska/search.php?search=feis&user=&type=0&category=&count=25&submit=Leita

Exactly.

Annars er stundum allt í lagi þegar sagt er ‘feis’. Eins og þegar það á við! Þegar maður gerir einhvern alveg kjaftstopp! En það er eins og sumt fólk viti bara ekkert hvað ‘feis’ er og af hverju það er notað! Segja þetta bara því þau halda að þau séu svo hörð og kúl að segja það.
-satine
Music.. my escape from reality.