Guð hvað ég hata kvef! Ég er með kvef og það er alveg að gera mig brjálaða. Hóstandi lifri og lungum. Get ekkert sofið vegna þess að ég hósta svo mikið. Vakna á hálftíma fresti til þess að fara inn á bað og hósta eins og anskotinn sjálfur til að vekja ekki kallinn sem þarf svefn fyrir vinnu.

Drekk hósta mixdúr eins og vatn og étandi mentol brjóstsykur til að reyna að minnka hóstann. Svo auðvita rosa gaman ýlfra ég í hvert skipti sem ég anda inn.

Þetta er svo gaman!! mér líður ekkert illa þannig séð, Kvefið er svo gott sem búið, ég er hress nema bara djöfilsins hóstinn er svo lengi að hverfa alltaf.

Þetta er 4 sinn á einu ári sem ég er með kvef sem er bara met hjá mér.

Kann einhver ráð við hósta? fyrir utan mixdúru og brjóstsykur? ég er að drepast og hálsin orðin sár af hósta.

Djöfulsins Kanadískur vetur! ég hata þig -58C° kjaftæði! mig langar heim!