Það er ágætt að fá smá útrás fyrir uppsafnaða biturð og pirring hér í nöldrinu.
Þannig er það, að ég er búin að hafa bílpróf í mánuð eða svo. Ég má samt ekki keyra neitt, þó ég hafi náð bílprófinu í fyrstu tilraun, og að ég eigi fínasta bíl, alveg skuldlausan.
Sama hvernig viðrar, foreldrar mínir leyfa mér ekki að keyra neitt, nema bara rúnta innanbæjar. Ég má ekki keyra til næsta bæjar, sem er tæpan klukkutímaakstur í burtu, og ég má helst ekki keyra til vinkonu minnar sem býr 11 kílómetra frá mér. Það er svo tilgangslaust að eiga bíl og bílpróf ef maður getur ekki notað það neitt.
Ég get svosem kannski sjálfri mér um kennt, þar sem mér tókst að keyra útaf eftir að hafa haft prófið í eina og hálfa viku. Var á rúntinum rétt ofan við bæinn á malarvegi, var bara á 30 og gleymdi mér aðeins. Björgunarsveitin þurfti að draga bílinn upp, en það sást ekkert á honum og það varð ekkert mál úr þessu. Smá byrjendamistök.

Og núna má ég ekki fara neitt, og þarf alltaf að skilja bílinn minn eftir og taka helvítis rútu. Frábært. Kannski ég selji bara bílinn minn og bílprófið, þar sem ég hef ekkert að gera við þetta.

Og já, ég veit að þau eru bara að reyna að vernda mig, en kommon. Ég hata rútur.