ÉG hef verið í miklum vandræðum með tölvuna mína í langan tíma. Það var alveg sama hvað ég gerði, sama hvert ég fór með tölvuna í viðgerð, það fannst aldrei neitt að henni, ég var vægast sagt að verða vitlaus. Svo hringdi ég loksins í símaskrána til að biðja um tölvuviðgerða staði og þá fann ein elskan hjá 118 númerið hjá þeim. Þegar ég kom þangað sagði hann mér að ég gæti sótt tölvuna seinna um daginn( sem er kraftaverk því annarsstaðar hafði ég þurft að bíða lengur) og viti menn tölvan mín er búin að virka flott síðan þá!!!
Það er ótrúlega okrað á þeim sem þurfa á tölvuviðgerð að halda í dag en þarna var sanngjarnt verð og viti menn, þeir gerðu við tölvuna. Áfram KT tölvur
hvað með ykkur hin, hvar hafið þið fengið góða þjónustu? en slæma?