Ég veit að ég á ekki að vera að pósta þessu hérna, ég þarf bara að fá hjálp sem fyrst.

Ég gerði þennan þráð á /leiklist en áhugamálið er greinilega ekki eins virkt og það var fyrst, það er allavega enginn inni núna.

Þetta var þráðurinn:

“Mér þætti mjög vænt um að fá hjálp ykkar hér á huga.

Vandamálið er að mig vantar dæmi um helstu leikrita/söngleikjatónlist á íslensku. Það eiga ekki að vera íslenskar þýðingar heldur eitthvað sem er samið á íslensku. Ég þarf svona eiginlega ”pottþétt leikrit“ disk :P

Ég veit að ég á að nota google en það er erfitt að finna nóg um þetta þar og hugi virkar nú eiginlega eins og mannlegur google ;)

Takk kærlega ef þið getið hjálpað. Ég þarf helst að fá þetta í dag og helst bara eins fljótt og hægt er svo segið bara hvað sem ykkur dettur í hug :)

Bætt við 14. janúar 2007 - 21:01
Það mega víst vera kvikmyndir líka. Bara öll tónlist tengd leiklist, held ég.”