Í sumar þurfti ég að update-a office pakkanum hjá mér vegna vinnunnar og síðan hefur hann bara verið vesen.

Um leið og nýju forritin voru komin kom alltaf einhver install-gluggi þegar ég opna eitthvað af forritunum. Svo komst ég fljótlega að því að í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni kemur þessi install gluggi en er mikið lengur að lokast. Ég hef verið í vandræðum með þetta þegar ég kveiki á tölvunni í fyrstu tímum í skólanum …

Svo ákvað ég þegar ég kom heim í jólafrí að reyna að gera eitthvað í þessu, fá office diskinn hjá pabba mínum og setja þetta bara upp á nýtt upp.

Ég setti diskinn í og sló inn númerið sem stendur á honum. Nei, það virkaði ekki. Ég prófaði aftur, en nei. Ég gafst upp og ætlaði bara að fá mér open office. En nei, það virkar ekki heldur.

Þetta er alveg óþolandi! Ég er farin að hata microsoft útaf lífinu, og ekki bætir að 2 vinkonur mínar eru með frábærar apple tölvur sem virðast hafa alla kosti fram yfir mína tölvu!

Ég bara skil ekki hvernig Bill Gates varð ríkur af þessu drasli …