Fékk myndavél í jólagjöf frá m & p og er mjög ánægð.
Málið er að þegar ég tengi hana við USB portið þá detectar tölvan hana ekki. Bara alls ekki.
Ég lenti í þessu fyrir stuttu með USB portið að það virkaði bara ekki, tölvan detectaði ekkert sem ég tengdi við hana. Svo ég prófaði núna að tengja eitthvað meira við tölvuna til að sjá hvort að vandamálið væri myndavélin eða portið. Það kom í ljós að tölvan fann ekkert annað heldur.

Er einhver hér sem veit hvað gæti verið að? Ég er ekki beint tölvuséní…:/

Og annað, það er hvergi My Computer á desktopinu. Ég þarf alltaf að opna eitthvað annað og velja My Comp. til að komast þangað.
Hvar get ég stillt það? Ég hélt að þetta væri bara automatic á desktopinu, hefur aldrei brugðist… Ég kann allavega ekki að setja þetta á desktopið.

Demona


Bætt við 27. desember 2006 - 22:29
Fann út úr þessu…