Ég er með smá pælingu .. ég sá í fréttunum áðan einhverja frétt um rusl í bretlandi og þar kom fram að eftir jólin verða nokkur tonn af jólatrém hent semsagt margir skógar og falleg náttúra þá fór ég aðeins að hugsa um að það eru mörg mörg tonn af trjám notuð um jólin hjá fólki um allann heim en fólk er oft að tala um að spara pappír til þess að eyða ekki trjánum og eitthvað en biddu það er rifið niður heilt tré á hverja fjölskyldu (margir blaðabunkar semsagt) og haft það í nokkra daga og svo bara hent, er það ekki frekar mikil sóun? (þótt það sé fallegt)
Er engum hér sem finnst eitthvað rangt við þetta? ég er ekki að segja að ég sé harðlega á móti þessu ég fékk bara smá pælingu um þetta áðan.
Sá er sæll er sjálfur um á