Sko, ég bara verð að játa að ég skil ekki þetta upphrópunarmerkjaæði sem virðist hafa gripið ekki bara Íslendinga heldur netheim allan. Þetta tjáningarform hefur verið ofnotað svo illa að mann beinlínis verkjar í augun af því að sjá eitt einmana upphrópunarmerki, að ég tali nú ekki um „lol!!!11eleventyone!!1“ Eitt skýrasta dæmið um þetta er tilkynningataflan sem blasir við manni þegar maður slær inn http://hugi.is/tilveran/.

Ég legg hér með til að fólk skáletri, undirstriki eða feitletri áhersluorð vilji það koma skoðun sinni á framfæri skýran og snyrtilegan hátt í stað þess að senda á okkur flóðbylgju af fagurfræðilega misheppnuðum póstum.

Með fyrirfram þökk,
Montesquieu
Samloka.