Jæja, það er c.a. ár síðan ég byrjaði í mínu fyrsta sambandi. Við erum nú löngu hætt saman, en við erum góðir vinir núna.

Eða svona, ég hélt það! Þangað til að rétt í þessu fór vinur minn að segja mér að hann sæði eftir þessu. Hann fórnaði víst skólagöngunni sinni fyrir mig, aleigunni sinni og heilsunni (sem ég bað hann aldrei um, og ég er ekki svo ill að ég myndi neyða hann til þess).

Ég fórnaði ýmsu fyrir hann, og ég sé ekki eftir einu atriði!

Og ég átti ekki að taka þessu illa? Ég semsagt á ekki að taka því illa að það er mér að kenna að lífið hans er víst ekki eins gott og það gæti.

Skil bara ekki hvernig ég gæti tekið þessu einhvernveginn öðruvísi.

(Og þú stráksi, gerðu mér greiða og ekki svara þessu)