Hmm, ég bloggaði í gær á bloggsíðu bekksins míns, www.blog.central.is/3dje, ég er í MR.


Góða kvöldið kæru bekkjarfélagar.

Gleðilegan Fullveldisdag, dag rauða nefsins og dag alnæmissamtakanna.


Ég er heimsforeldri. Ert þú það?

Ok, í tilefni þess að það er stærðfræðipróf á mánudaginn þá ætla ég að setja upp einfalt stærðfræðidæmi!

Við erum 27 í bekknum, ef við öll í bekknum tækjum okkur saman og borguðum 1000 krónur á mánuði í UNICEF þá værum við að safna 27000 krónum á mánuði.

Við værum að gefa meira en 30 börnum tækifæri á að vera í skóla í heilt ár, á mánuði sem gerir:

30 x 12 = 360, við værum að gefa 360 börnum tækifæri á að eiga sama tækifæri og við HÖFUM ALLTAF ÁTT!

Og ef allir í 3. bekk í MR myndu gera það sama þá væri það samkvæmt hausatölu 239000 krónur samtals á mánuði sem myndu safnast til UNICEF.

Við í 3. bekk myndum kosta nám fyrir í hátt að 3190 börn á ári.

Ef við tækjum ALLAN skólann með sem er allt í allt höfðatala 866, og það gerði 866000 krónur á mánuði til UNICEF.

Það gerir það að ef allir í MR myndu gefa 1000 krónur á mánuði myndum við kosta nám fyrir í hátt að 11550 börn á ári.

Eru 1000 krónur á mánuði of mikið?

Eru 1000 krónur á mánuði of mikið til að leyfa börnum sem minna mega sín í heiminum að eiga tækifæri til að eiga gott líf? Eiga jafn mikið og við höfum?

Við erum síkvartandi, það er aldrei neitt nógu gott fyrir okkur, og við vitum ÖLL að það er satt.

Hey ok, ég óx upp í þessu líka, að fá allt sem var í “tísku” hverju sinni. En ég fékk ekki meira en helminginn af hlutunum sem ég bað um og vitiði hvað, ég er fegin, þetta dót varð úrelt, það hættu allir að nota það því nýja dótið var komið í búðir. Vorum við þá ekki í rauninni að “henda peningum?”.

Hey ok, ég gerðist Heimsforeldri í byrjun skólaársins, bara af því að mér fannst það þess virði og að mér finnst gott að vita af því að ég sé EKKI BARA AÐ EYÐA PENINGUM í RUGL.

Ég er að hjálpa og ég veit það, mér finnst gaman að gera það, það færir mér visst tækifæri til að láta gott af mér leiða og viljið þið ekki gera það líka?



Takk fyrir mig, ég vona að þið farið að hugsa um það sem ég og UNICEF eru að reyna að segja




EN já, setja þetta hérna bara til að vekja athygli á þessu.