Hér fyrir neðan eru nokkrar helstu skoðanir ykkar reykingarmanna varðandi reykingarbannið og kvörtunum hjá okkur reyklausa fólkinu um reykingar,og ég færði rök fyrir þessum skoðunum ykkar…

“ Eigendur veitinga- eða almenningsstaðanna ættu sjálfir að ráða því hvort þetta bann verði sett í gang eða ekki. “
- Heilsa starfsfólksins hefur því miður ekki alltaf verið meira forræði hjá þeim heldur en viðskiptin, og þess vegna á ríkið ekki annara kosta völ heldur en að setja þetta bann í gang, annaðhvort gegn eða með þeirra vilja.

“ Maður fær ekkert krabbamein við að anda að sér örlitlum reyk frá sígarettum. “
- Það bendir núna mjög margt til þess að óbeinar reykingar séu skaðlegar, mismunandi eftir því hve miklum reyk fólk andar að sér en hvort sem það er lítið eða mjög skaðlegt, þá er það skaðlegt samt sem áður og fólk hefur þau mannréttindi til þess að anda að sér hreinu andrúmslofti, og ykkur reykingarmönnunum hefur kannski ekki dottið það í hug en með því að reykja ofan í annað fólk þá eruð þið að ganga yfir mannréttindi þeirra sem vilja anda að sér hreinu andrúmslofti. En erum við kannski að ganga yfir ykkar mannréttindi með því að vilja ekki reykingarstybbuna ykkar nálægt? Nei, vegna þess að við erum ekki að skaða ykkur á neinn hátt með því vilja að hafa hreint andrúmsloft kringum okkur, ólíkt ykkur sem hafa verið að menga það og þar með valda okkur skaða, hvort sem það er lítill skaði eða mikill skaði skiptir ekki máli, það er SAMT skaði á okkar heilsufari!

“ Ef starfsmenn veitinga- og almenningsstaðanna vilja endilega anda að sér hreinu andrúmslofti, þá geta þeir bara sleppt því að vinna þarna. “
- Minnihluti fólks hér á landi(sem betur fer) reykir og ef allt reyklaust fólk myndi sleppa því að vinna á veitinga- og almenningsstöðum, þá er ég nokkuð viss um að 4/5 allra veitinga- og almenningsstaða hér á landi myndu þurfa að loka.

“ Ef fólk getur ekki hætt að væla og tuða um stybbuna sem kemur frá sígarettunum, þá getur það bara fært sig eitthvert annað. “
- Eins og kom fram áður hér í korknum, þá er þessi stybba skaðleg og ekki myndi ég flokka það sem afsökun hjá okkur reyklausa fólkinu að vilja anda að okkur hreinu andrúmslofti, ég hins vegar myndi flokka það eins og ég nefndi hér áður MANNRÉTTINDI.


Ef þið reykingarfólkið hafið betri rök fyrir þessum hlutum heldur en við reyklausa fólkið, endilega látið í ykkur heyra…

Og þið unga fólkið sem reykið, þið munuð sjá eftir því að hafa byrjað að reykja. Bíðið bara þangað til þið lendið á sjúkrahúsinu, hóstandi uppúr ykkur eintómri tjöru á fimmtugsaldri og látið viðkomandi í rúminu á móti ykkur líða eins og hann sé að horfa á hryllingsmynd. Ef þið eignist börn einhvern tímann, þá er ég viss um að þið séuð alveg FRÁBÆR fyrirmynd með því að reykja fyrir framan þau, eða vitið þið hvað? Ég held ekki. Og þegar krakkarnir ykkar spyrja af hverju þið byrjuðuð að reykja, þá getið þið sagt: “ Við vorum bara ekkert að hugsa, við vorum bara svo vitlaus. “ Svo deyr annar ykkar foreldranna útaf heilablóðfalli og krakkarnir munu gráta og veina og gersamlega gjörneita því að ástkæri pabbi þeirra er dáinn. En þeir þurfa að horfast í augu við veruleikann og fatta það að lífið er og hefur ALDREI verið eintómur dans á rósum.


Bætt við 4. desember 2006 - 21:09
Jæja, nú er komið nóg, kæru Hugarar! Ég gerði þennan kork með því einu tilefni að pirra ykkur.
Hehe, ég yrði aldrei svona þröngsýnn á sumar skoðanir og auðvitað er millivegur. Hehe, takk fyrir góð og neikvæð svör!