Jámaður.

Var eitthvað að tjilla í kvöld, endaði heima hjá vini mínum ásamt vinkonu minni. Vorum bara að tjatta og fleira, svo sofnaði hann og við eyddum mest af tímanum í að tala við SmarterChild.

Um fimmleytið föttuðum við að við þyrftum að fara að koma okkur heim, mæður yrðu reiðar og vesen. Pöntuðum því leigubíl, sem tók sinn tíma.

Förum síðan niður (blokk) og biðum þar, horfðum út á snjóinn fjúka. How cozy. Eftir svona…20 mínútna bið ákváðum við að hringja aftur í Hreyfil. Náðum ekki sambandi, en bílstjórinn hringdi hinsvegar í okkur og bað okkur að labba nokkur húsanúmer til hliðar, bíll var fastur fyrir framan hann á einstefnugötu. Við löbbuðum, ég var á undan að ryðja leiðina og hún labbaði í förin mín, tvisvar á leiðinni datt ég ofan í einhverjar holur, var alveg allavega hálfur metri skyndilega niðrávið (en snjórinn var sléttur yfir öllu). Alveg yndislega gaman að detta og vera útí snjó alveg frá mitti og niður.

Fundum síðan leigubílinn og komum okkur inn, hann spólaði sér leið á móti einstefnu og útá aðalgötuna, festist næstum mjög oft en við vorum heppin að lenda á bílstjóra með reynslu af að aka í snjó. Komumst að lokum bæði heim, ég var kominn sirka klukkutíma eftir að við hringdum.

Ekkert voðalegt nöldur, þetta var skemmtileg lífsreynsla…vissi bara ekkert hvert ég átti að setja þetta.

En hvernig líst fólki á snjóinn úti, margir bílar fastir í stæðunum? Er búið að ryðja aðeins ófærðina þegar þú lest þetta?

Fokk þetta er almennilegt veður, svona á þetta að vera!

Bætt við 19. nóvember 2006 - 06:25
By the way, þeir sem eru útá landi, hvernig er veðrið og færðin þar?