Sko, þannig er mál með vexti að ég bloggaði um eina konu sem ég þekki,það er, konu sem ég eiginlega vinn með, og það var ekki fallegt. Það var samt ekkert sem gekk of langt. Stuttu eftir það sagði hún við mig, því að ég var að tala í símann, að ég ætti að fara að vinna hjá rauðu línunni. Þá móðgaðist ég verulega. En allavegana. Þessi kona komst að, í gegnum perrann hann mág sinn, (og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að hann sé perri, hann hefur talað um rassinn á stelpu sem ég þekki og glápt og talað um brjóstin á mér) að ég hafði bloggað um hana. Og á þriðjudaginn klagaði hún mig í mömmu með þetta. Þá setti ég afsökunarbeiðni á síðuna, og læsti svo síðunni daginn eftir. Í dag var ég í vinnunni, og hún kom upp og sagðist ætla að sýna öllum það sem ég bloggaði, hún væri nefnilega búin að prenta það út. Ég hringdi í pabba, og ég skalf sko, og hann kom uppeftir, og sagði mér að koma bara. Þá laug hún að pabba að ég hafði hótað í afsökunarbeiðninni að kæra hana og eitthvað þvíumlíkt. Pabbi trúði henni ekki og sagði að við værum hætt, það væri greinilega það sem hún vildi.(þetta er sko sjoppa í íþróttahúsi)
En nú er spurningin….hvað á ég að gera ? ég veit hún getur kært mig fyrir þetta….en mér er alveg sama um það. Hún hefur móðgað mig mikið meir en þetta. Pabbi sagði mér að hætta bara að hlusta þegar hún kemur að nöldra í mér. En það er svo erfitt þegar hún hellir sér yfir mann. Ég er sko alveg á nálum yfir þessu…
En þarsem þetta var mín síða…og ég veit að hún er opinber og allt það, en þarsem þetta var mín síða, ræð ég ekki hvað ég set á hana ?