Fann þetta á netinu

Maður í Suður Afríku varð heldur betur heppinn þegar hann var á kajak í Nahoon ánni. Hann var að róa upp ánna þegar hann sér að það er fiskimaður að draga inn einn fisk og var í vandræðum með það.

Hann ætlaði að hjálpa honum og fer úr bátnum og grípur um halann á fiskinum. Nema hvað að fiskurinn var ekki sá rétti, hann greip um hákallshala. Hákallinn var heldur ekki sá minnsti en hann var um þriggja metra langur.

„Mér hefur aldrei brugðið eins mikið á ævinni þegar ég gerði mér grein fyrir um hverskonar fisk ég greip um, “ sagði maðurinn.

Hákallinn var ekki lengi að ráðast á manninn og beit í vinstri handlegginn á honum og hélt takinu. Maðurinn sá fljótt ánna vera al blóðuga, hann lamdi og lamdi í hausinn á hákallinum með hægri hendinni og hætti hann þá í smá stund. Hann gerði svo aðra árás á manninn en hann náði að koma sér upp á stein.

„Ég gæti verið dauður núna, þetta var mjög mikil heppni að það skildi ekki hafa farið ver!,“ sagði hann svo að lokum.

Sonur mannsins keyrði hann upp á spítala þar sem þurfti að sauma 50 spor í höndina á honum.


Þetta er rosalegt
There's a fungus amungus !