Húsið mitt er gamalt og stórt. Það er á þremm hæðum og aðeins er hægt að búa í tveimur af þeim hæðum vegna þess að verið er að laga húsið. Ég er búin að eiga heima í þessu húsi í tíu ár og þetta eru búin að vera geðveik tíu ár í húsinu en nú er verið að laga pípulagnirnar. Þær eru orðnar gamlar og hálf ónýtar.
Þessar bilanir byrjuðu almennilega fyrir einu og hálfu ári þá kom það í ljós að það var bilaðar pípulagnirnar þar. Ekkert mál ég hélt að þetta væri bara ekkert mál að laga og tæki bara smá stund. Nei það var alls ekki þannig síðast liðið eitt og hálft ár er ég búin að fara yfir í sturtu hjá besta vini mínum, fara í sund og fara í ræktina til þess að geta þvegið mér. Ég get alveg lifað með það en nú bara í sumar þá komu menn hérna að laga allt ekkert mál hélt að ég myndi þá loksins geta farið í sturtu heima hjá mér nei nei svo er nú alls ekki nú bilaði hituveitu laginirnar í húsinu og ég var í skítakuldanum hérna á Íslandi. Það er aldrei heitt á Íslandi, það er alltaf skítakuldi á kvöldin.
En svo var það lagað eða svo héldum við. Þá biluðu þær aftur þegar að byrjaði fyrst að verða smá kalt.
Síðan núna þegar að það er skítakuldi úti. Þá kemur svo mikill kuldi snögglega að pípurnar sem eru úti frosna og verður til þess að nú er ekkert kalt vatn hérna.
Það er líka svo erfitt að finna einhvern pípara sem að er til í að gera þetta fyrir okkur hérna að við þurfum að bíða kanski fram í Janúar eða Febrúar á næsta ári. Reyndar er vonandi búið að redda núna lögnunum með einhverjum svona bráðbirgða einhverju til að það séu minni líkur á því að þetta gerist aftur á næstunni.

Ég elska húsið mitt.