Móðir mín er alveg stórkostleg. Ég spurði hvort ég mætti fara og fá 2 göt í viðbót í eyrun því ég er bara með eitt í hvoru eyra, og hún svarar NEI! EKKI SJENS!.
Ég er ekkert smá pirruð og fúl, því hún vill ekki leyfa neitt lengur, ef ég er komin heim 1 mín yfir 10 meira að segja um helgar þá fer ég í að minnsta kosti viku straff, þar sem ég má ekki fara neitt nema í skólann og það má enginn koma í heimsókn til mín og bara arg.

Eitthver sem kannast við þetta foreldravandamál ?

Bætt við 13. nóvember 2006 - 21:09
Sko, til að hafa þetta skýrt.

Þegar ég er í straffi, þá má ég ekki fá gesti heim til mín. en þegar ég er ekki í straffi, þá má fólk koma heim til mín.

Og ég er ekki að ýkja, ef ég kem mínútu of seint heim þá fer ég í straff, mamma er með svona klukku sem telur sek. í eldhúsinu, og hún fer nákvæmlega eftir henni uppá næstum því sekúntu. Og það er ósanngjarnt.

Og þetta með götin, það sem mér finnst fúlt við þetta er það að hún tók ekki einu sinni tíma í að hugsa áður en hún sagði nei. Mér er alveg sama um þessi göt núna, en það að hún segi svona fór alveg ótrúlega í taugarnar á mér.