Kannist þið ekki við fílinginn að vilja bara misþyrma koddanum ykkar gróflega vegna pirrings?

Ég er í alvöru “#%!%$#$&%#”-skapi, og það er pínupirrandi.

Margt sem hefur runnið saman í eitt, en eitt sem gerðist í vinnunni í kvöld stendur uppúr.

Einhver yndislegur náungi með konu sína af asískum uppruna kom og ætlaði að kaupa tvo ísa, ég var reyndar að fara að loka ísnum en ákvað að afgreiða þau fyrst. Gera þeim greiða, eh?

Nú, ég byrjaði á að gera einn lítinn ís. Vildi hann dýfu? Já, hann vildi dýfu. Það var frekar lítið eftir af henni svo ég þurfti að beita brögðum til að velta ísnum uppúr henni, en það virkaði að mestu, vantaði reyndar dýfu á sirka 1/10 af ísnum.

“Ég tek ekkert við þessu,” ælir karlfauskurinn þá útúr sér.

Ég get svarið það að mig langaði til að skjóta hann við þessi orð hans, en lét mér nægja að reyna að þekja ísinn út í meiri dýfu. Ég bjóst ekki við árangri, en þetta virkaði þó og viti menn, það var dýfa yfir öllum ísnum! Fremur mikið þó, en hey, hann bað um þetta.

Ætlaði svo að rétta honum ísinn en nei, “Ég vil þetta ekkert, það er eitthvað að þessari dýfu, ættirðu ekki að skipta um hana?” sagði hann og brosti hæðnislega framan í mig.

Ég algjörlega missti það og var við það að þrykkja ísnum framan í smettið á fávitanum, en stoppaði mig og þrykkti honum í ruslið við hliðina, hitti ekki alveg í ruslið þó og fór mikið af dýfunni á gólfið, slettist. Strunsaði svo í burtu, en stoppaði eftir nokkur skref og dróg andann djúpt.

“Afsakaðu, ekkert gegn þér persónulega, missti mig bara aðeins, á ég að gera annan ís handa þér?”

En karlfíflið strunsaði þá bara út með konuna í eftirdragi, ánægður með afrek dagsins, pirra starfsmann í sjoppu.

Til gamans má geta að fyrr um kvöldið hafði ég smakkað þennan ís með þessari dýfu, og selt þónokkrum ís með þessari dýfu, enginn kvartaði og mér fannst dýfan nokkuð góð. Sumir hafa bara ánægju af því að kvarta og kveina. Svo má einnig til gamans geta að ísvélin átti að vera lokuð, og ég hefði vel getað sagt “nei” og einfaldlega ekki afgreitt þau. En nei, fólk er aldrei ánægt.

Sé eftir því núna að hafa ekki smellt ísnum í fésið á fíflinu, hefði mögulega kostað mig starfið en Gvuð hvað það hefði verið þess virði!

Það er bara staðreynd að í 95% tilvika hefur viðskiptavinurinn rangt fyrir sér.

Svo hefur ýmist annað pirrað mig líka, en nenni ekki að skrifa um það.