Nýtt á matargerð
Ég hef ákveðið, í samráði við aðra stjórnendur að halda smá samkeppni, ef það verður góð þáttaka í henni þá verður þetta líklega að föstum lið.

Þetta fer þannig fram að ég ákveð viðfangsefni, t.d. kjúklingaréttir, salöt, súpur eða eftirréttir og þið sendið mér uppskrifir, ekki fleiri en tvær á mann. Svo skoða ég uppskriftirnar og met þær eftir eftirfarandi reglum:

1. Virðist uppskriftin auðveld
2. Er hún vel sett fram
3. Er hún frumleg og spennandi
4. Er líklegt að hún bragðist vel

Sá/sú sem hlýtur hnossið fær svo þann heiður að uppskrift hans/hennar verður sett upp þar sem baunarétturinn er núna hérna fyrir neðan.

Eins og ég sagði þá vona ég að þetta verði eitthvað sem sem flestir taki þátt í og við getum þá reglulega skipt um siguruppskrift.

Fyrsta samkeppnin hefst hér með og er viðfangsefni hennar: Lambaréttir í skammdeginu

Skilafrestur er til 15. nóvember

Gangi ykkur sem best!

p.s. uppskrifir sendast til mín í gegnum einkaskilaboð eða tölvupóst (girlygirl@strik.is)
Just ask yourself: WWCD!