Þetta fer allra mest í taugarnar á mér hérna á huga, það er fólk sem setur fram OF miklar kröfur! ég er búin að sjá svoleiðist t.d. á /ljósmyndun, /grafísk hönnun og rekist pínu á svona á /myndlist en sárarlítið þar… þið fólk sem eruð að dæma aðra fyrir að vera ekki ákveðið gott í einhverju af þessu ættuð að skammast ykkar!

Til dæmis á /ljósmyndun… ég hef séð þar nokkrar ágætar ljósmyndir en þar eru notendur að skjóta gjörsamlega skítaköstum yfir sumar af þessum myndum! hvernig ætli þessu fólki liði?? heldur að þeim líði eitthvað vel þegar þau fá skítaköst á borð við þetta?: ,,nei mér finnst þetta alls ekki flott mynd“ ,,ekkert spes við hana”

Kannski er þetta fólk bara byrjendur í ljósmyndun og vilja reyna sig áfram! en nei, koma þá ekki hugararnir með skítaköstin yfir þau! þetta er gjörsamlega sorglegt að fólki detti svona í hug! aldrei í mínu lífi myndi ég segja við einhvern að þessi mynd sé ljót þótt mér finnist það! þegar ég sé einhverja ljóta mynd á huga, þá sleppi ég að commenta, ég held því bara fyrir sjálfa mig! annað hugsa sumir hérna… ég hef t.d. lennt í svona skítakasti með eina ljósmynd sem ég sendi inn á /ljósmyndun… ég sver það ég held bara að ég ætlti bara að hætta að senda myndir þarna inn út af því að fólk kann bara ekki einfaldlega að haga sér!

skítaköst eru alveg vel þegin hérna, mér er alveg drullu sama þótt þið séu ekki sammála mér, en mér finnst að fólk ætti ekki að haga sér svona! það sýnir bara hversu óþroskað það er!