Jæja.. þegar ég var 4 ára að verða 5 ára (1995) þá flutti ég til Namibíu sem er staðsett í Afríku. Ég bjó þar í 5 ár og eignaðist marga vini, “útlenska” sem íslenska. Núna nýlega þá hefur mig alveg rosalega mikið langað að hitta besta “útlenska” vin minn sem ég því miður náði aldrei að kveðja því hann var ekki heima þegar ég fór til að kveðja hann í síðasta sinn =(


Ég og vinkona mín sem bjó líka þarna höfum ákveðið að drífa okkur til Afríku, fara í gamla skólann okkar og finna nöfn og/eða heimilisföng vina okkar og fara að leita af þeim og vonandi hitta þau! Hversu frábært væri það?
Versta er að flug til Afríku kostar um 100 þúsund kéll sem er dágóður peningur eins og flestir íslendingar vita.


Núna er ég eð reina að komast í samband við gamla skólann minn sem gengur ekkert alltof vel en maður vonar =D