Varúð smá tölvunöldur ^^

Fjandinn hafi það ég er að fá ógeð á þessum helvítis vírusvarnarforritum sem einhver gaur sem vinnur hjá pabba hættir ekki að dl og setja inn á tölvuna…

Þegar tölvan startar fara 5-6 vírusavarnarforrit í gang og hún nánast frís, oki, hægt að þola það en svo þegar tölvan fyllist af vírusum, þá getur þetta ekki gert neitt, stoppar hvert einasta forrit á register dótinu! Þ.e. þetta getur sagt mér að það séu þetta margir vírusar inná tölvunni en ekkert gert í því svo ég henti þeim öllum út þar sem ég þurfti að geta kikt aðeins á netið, ætlaði svo að enduruppsetja hana.. En hvað gerist? Þegar allt þetta rusl er farið þá virkar tölvan bara fínt!

En um leið og ég fer eitthvað, til dæmis að vinna í morgun, kemur einhver og installar einhverri drasl vírusavörn í viðbót, eða jafnvel sama helvítis dótinu og kíkir ef til vill á einhverja klámsíðu og allt fer í rugl aftur! Ég þarf virkilega að fara að ná mér í sér tölvu =S

Núna þarf ég að finna fría víruasavörn sem virkar, þ.e. fjarlægir vírusana til tilbreytingar segði mér ekki bara af þeim, en annars þá strauja ég bara tölvuna aftur, í þriðja sinn í vetur, þetta fólk hérna getur ekki látið klámsíðurnar og forrit sem (allavega 4-6 ára gömul) tölvan ræður ekki við vera, hversu erfitt er að skilja það að tölvan yfirkeyrist bara á þessu öllu saman?
What is home again?