Ein spurning varðandi reykingarbannið…

Ég er forvitinn að vita hvort þið sem eruð andsnúin reykingarbanninu vitið hver er megintilgangur þess þegar kemur að því að það megi ekki reykja á veitingastöðum.

Að reyklaust fólk þurfi ekki lengur að finna fýluna af reyknum sem kemur úr sígarettunum? Nei.

Að reyklaust fólk þurfi ekki lengur að hafa endalausar áhyggjur af því að fá krabbamein eftir að hafa rétt svo andað að sér örfáum sinnum eiturefnunum sem eru í reyknum sem kemur úr sígarettunum? Nei.

Megintilgangur reykingarbannsins(þegar kemur að veitingastöðum) er að vernda heilsu starfsfólksins sem vinnur á þeim. Það er ekki heilsusamlegt að vera að vinna þarna, skrá hjá sér pantanir og bera á borð dag eftir dag, næstum alla daga vikunnar, árum eða jafnvel áratugum saman meðan það andar að sér reyknum sem kemur beint frá sígarettunum.

Þetta reykingarbann gefur eigendum veitingastaðanna tækifæri til að sýna meiri ábyrgð á heilsu þess starfsfólks sem vinnur hjá þeim.

En þið viljið nú ábyggilega vita af hverju ég er að spyrja um eitthvað svo einfalt, vita ekki allir nú þegar megintilgang reykingarbannsins? Að vernda heilsu starfsfólksins?

Það er nefnilega málið, ef þið sem eruð andsnúin reykingarbanninu vitið þetta nú þegar en eruð samt ennþá að kvarta undan því og viljið að því verði aflýst, myndi það ekki jafngilda því að þið gefið frat í heilsu annars fólks og berið greinilega lítið sem ekkert tillit til annarra?

Endilega komið með svör við þessu…



Og ég ætla að minna ykkur aftur á að ég er bara að tala um þann hluta reykingarbannsins sem felst í því að banna allar reykingar á veitingastöðum hér á landi, er ekki að tala um reykingarbannið í heild.