Ég ætla að fá að nöldra, kanski ómerkilegt en góð útrás.

Allavega, þessi dagur er búinn að vera fáranlega stressandi og pirrandi.
Reyndar var skólinn fínn, búin með alla heimavinnuna aldrei þessu vant og fékk ágætiseinkun úr landafræði prófi.

Hins vegar strax eftir skóla þurfti ég að koma við heima, henda töskunni inn, skipta um föt, setja hárið upp og hlaupa upp að strætóskýli.
Bíð þar eftir strætó sem átti að koma brátt.. en nei! Surprise, surprise, hann er alltof seinn.
Hleyp því upp í vinnu og afsaka mig fyrir það að hafa komið of seinn, 100% ofseintmæting, væri afrek ef ég væri ekki búin að vinna svona stutt.
Allavega, er sett á kassa og þarf að afgreiða fullt af pirruðu fólki. Ég meina.. hvernig á ég að vita að þegar fólk segir “Ég ætla svo að fá einn fána” að það sé verið að tala um ‘Fauno’ eða eitthvað álíka, sem eru víst vindlar. Hef bara aldrei þurft að afgreiða tóbak áður, afsakið mig. Vel skiljanlegt að fara að leita að fána.. ehe.

Jæja.. eftir hálfan vinnudaginn er ég orðin ansi svöng, enda ekki búin að éta síðan um 12.. Er alltaf að bíða eftir pásu, sem kemur svo bara ekki.. æðislegt.
Undir lokin var ég farin að slefa yfir matin hjá fólki..
Awsome..

Þegar ég mætti í vinnuna lét ég vita að ég þyrfti að vera farin 20mínútur í sjö til að vera á klukkuni á leik.
Þegar klukkan fer að nálgast verð ég smá óróleg, en ákveð að bíða smá lengur..
Neinei, hann kemur ekki..
Bíð aðeins lengur..
Já, nei..
Að lokum kalla ég á konuna sem er fyrir framan mig, segi henni hvernig málin standa, og hún hringjir í yfirgaurinn.
Bíð smá..
Yfirgaurinn kemur og segir “Heyrðu, ég ætla að ná í dönsku konuna sem mun leysa þig af.”
Þá þarf ég að bíða leeeeeengur!
Konan kemur.. og ég hleyp út að stoppistöð, en strætó farinn.. frábært..

Las líka strætóplanið vitlaust.. gat ekki tekið strætó beina leið upp í íþróttahús heldur þurfti ég að hlaupa frá nýbýlavegi upp eftir.
hún svanga ég ætlar sér að kaupa sér að drekka.. Bið um kristal og ætla að ná í peninginn.. en finn hann ekki!
Svo ég labba í burtu, leita í vösunum og finn hann á endanum, fer svo í röðina og um leið og það kemur að mér kemur strætóinn minn. Ekkert að drekka handa mér.

Strætó fer sína leið og ég stoppa sem næst Digranesinu.. Spreetti alla leið uppeftir og klára orkuna mína þannig.. fékk bullandi svima.
Komst svo að því að ég þurfti ekki að sitja á klukkuni, ákvað að fara samt ekki heim því það var þrek á eftir.
Í hálfleik fyrri leiksins ætla ég svo að fá mér að éta, en þarna eru bara sjálfsalar. Ég var með fimmhundruð króna seðil svo ég fór í afgreiðsluna og spurði gaurinn þar hvort hann myndi vilja skipta peningnum mínum, en neeeei, skiptimyntin hans var búin og ekkert klink til í húsinu. Engin vinkona mín með pening heldur.
Sat í stúkunni fyrri leikinn og beint fyrir aftan mig voru gaurar með trommur. Trommur + mikið ljós = Hausverkur + næringarleysi = Vanlíðan.

Þegar fyrri leikurinn var búinn ætlaði ég að taka mig til fyrir þrekið, en þá hafði þjálfarinn hætt við að hafa það og lét okkur horfa leikinn í staðin.. GREAT!

Eftir leikina löbbuðum við heim í kuuulda og maginn minn að melta sjálfan sig.. voða gaman.
Kem heim, þá var mamma veik og ekki neitt að éta..
Ætlaði samt að fá mér brauð, en þá fattaði ég að ég var ekkert svöng lengur, maginn minn búinn að éta fylli sína af… maga og einhverju.

Svo er mamma mín að reyna að ná upp blóðsykrinum þar sem mér svimar ekkert lítið, og lætur mig éta banana! Sem mig langar svo.. ekkert í..

Jæja.. ætla ekki að halda áfram að nöldra um hvað ég átti lásý dag.. ég lifð'ann allavega af. :)


Such a crappy day
And it’s mine
It’s a day that I’m glad I survived
Deyr fé, deyja frændur,