Ah, krakkar geta verið fífl.

Nýlega var ég að afgreiða í vinnunni, einhver krakki að kaupa sér bland í poka og ég fer og vigta það. Rétt áður en ég fer og vigta þetta heyri ég að vinir hans eru að bögga strákinn sem er fyrir aftan hann í röðinni með spurningum, pirrandi fyrir strákinn örugglega en ég hugsa ekki meira um það.

Svo kem ég aftur, heyri fljótlega að þetta er komið útí persónuleg mál, einsog “fórstu ekki einu sinni að gráta eftir vinnu?” (strákurinn vinnur við hliðina á sjoppunni sem ég vinn í) og álíka persónulegt, strákurinn var frekar uncomfortable með þetta greinilega en svaraði ekkert fyrir sig.

Ég fékk alveg nóg af þessum fávitum og sagði við þá “Viljiði ekki bara drulla ykkur út?”

Þeir urðu sjokkeraðir og sögðu “h-ha?” áður en ég lét strákinn sem keypti nammið fá það (hann þóttist þá ekki eiga fyrir því og vildi fá það gefins, ég gaf mig ekki og að lokum borgaði hann fullt verð fyrir það) og svo komu þeir sér út.

Eru alltaf þarna inni að trufla fólk, komu t.d. einu sinni inn eftir að hafa verið að skauta á gosflöskum og voru að labba á þeim, þeim var kastað út… “en þetta eru skórnir mínir!” Já, farðu þá bara úr þeim og komdu svo inn!

Enn annað skipti sem þessir krakkar voru að trufla aðra, voru að skjóta pappírsdrasli í gegnum rör í fólk sem var að borða, einhver kom og kvartaði og bað um að láta henda þeim út, ég fór og ræddi við þá og þeir voru kúlið uppmálað, en um leið og maður sagði “takið allt draslið upp og biðjið fólkið afsökunar eða drullið ykkur út” (þ.e. blótaði ‘næstum’) voru þeir ekki lengi að koma sér.

Fremur ómerkilegt nöldur kannski, en þessir krakkar eru að drepa mig á að vera…í einu orði sagt…fífl.