Í nótt tók ég ákvörðun sem ég gæti vel átt eftir að sjá eftir, svaf ekkert fyrir einhverjum helvítis hugsunnum! Ég hugsa of mikið á köflum, sérstaklega á kvöldin. En niðurstaðan varð þessi:

Þar sem ég er alveg hætt að endast í að mæta í alla þá tíma sem ég var í einn einasta dag, þá ákvað ég að það væri ekkert vit í því að vera í skóla til þess að falla. Já, það sem ég er að segja er að ég gafst upp, ég sagði upp áðan! Rétt að verða tveir tímar síðan, þvílíkur léttir!

En það er semt helvíti pirrandi að þurfa að mæta og vera hérna frá 8-16 (með rútuferðinni) bara til þess eins að segja þeim að ég sé hætt og ætli að fara að vinna =S

En ég er semsagt að gera eitthvað sem ég sagðist aldrei ætla að gera, éta ofan í mig stoltið, ég er að gefast upp og er líklega að fara að vinna við að beita, leiðindarstarf en vel borgað þegar maður hefur lært það.. Ætli botninum sé ekki náð? og afhverju í fjandanum finn ég bara fyrir létti? Mér er slétt sama þó að ég hafi þar með eytt síðustu 2 mánuðum til einskis, mætt hérna bara til þess eins að fara á netið og láta mér leiðast, þetta er hreinlega ekki rökrétt… Held ég verði að fara að fara afur til sálfræðings en það er algert aukaatriði.

Það angrar mig að eina eftirsjáin í mér er að ég mun sakna fólks sem ég hef umgengist nánast dagsdaglega í vetur, aðalega Ewu, Mattý og Viktoríu… Fleiri þekkji ég í rauninni ekkert svo vel, restin fór nefnilega í bæinn, það er búið að vera tómlegt hérna í vetur.

Ég á eftir að sakna þess þegar Ewa var að reyna að fá mig í Lífsleikni tíma, vegna þess að henni leiddist næstum eins mikið í tímum og mér og að spjalla við fólk á msn sem situr við hliðiná manni, sætisinns í rútunni og fleiri smámuna en ég get ekki fundið neina eftir sjá, enþá.. og ég veit ekki afhverju það angrar mig. En ef ég lít á björtuhliðarnar kannski maður losni núna loksinns við námsleiðann og geti kannski mætt eftir áramót, eða næsta haust ef ég ákveð að taka mér lengra frí =)

En ég ætla að hætta að nöldra í ykkur í bili, varð bara að koma þessu frá mér ;)
-