Misþyrmdu manni sem reyndi að verja eiginkonu sína

Fjórir erlendir karlmenn, sem brutu upp hurð á kvennasalerni á veitingastað í Reykjavík í fyrrinótt og réðust þar á konu, misþyrmdu eiginmanni hennar þegar hann kom henni til hjálpar.

Að sögn mannsins voru hjónin nýkomin inn á veitingastaðinn þegar konan fór á salernið og sá maðurinn hvar fjórir menn ruddust þar inn og heyrði konuna kalla á hjálp. Hann réðst þegar til atlögu við þá og upphófust mikil slagsmál þar til dyraverðir og lögregla stilltu til friðar og handtók lögreglan tíu menn vegna málsins.
Maður konunnar var hins vegar fluttur á slysadeild nær meðvitundarlaus og höfðu mennirnir brotið úr honum níu framtennur auk þess sem hann hlaut skurði í andliti. Konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Maðurinn er enn óvinnufær en ætlar að gefa lögreglu skýrslu í dag. Málið var strax kært enda er konan þess fullviss að mennirnir hafi ætlað að nauðga sér.

Lögregla yfirheyrði mennina, sem eru frá Póllandi og Litháen, fram eftir degi í gær en síðan var þeim sleppt. Rannsókn lögreglu heldur hins vegar áfram að sögn lögreglu en mennirnir eru allir búsettir hér.

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061030/FRETTIR01/61030032


wtf? afhverju var þeim bara sleept og svo byrja rannsaka málið? eiga þeir ekki að vera í gæsluvarðhaldi eða eitthvað á meðan?
Á nú bara að skjóta þetta pakk finnst mér..