http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1231601
Sagnfræðingurinn Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefur kært danska dagblaðið Ekstra-Bladet til lögreglu fyrir brot á lögum gegn kynþáttafordómum vegna umfjöllunar þess um íslenskt efnahagslíf. Vilhjálmur vísar sérstaklega í málsgrein sem er svohljóðandi „Á þessari vindblásnu pappírseyju úti í Atlantshafi hafi 300.000 Íslendingar greinilega fengið þá hugmynd að þeir geti yfirtekið mestallan heiminn,” Þetta kemur fram á fréttavef Nyhedsavisen.

Vilhjálmur segir hér vera um grófa alhæfingu að ræða þar sem ásakanir séu settar fram gegn heilli þjóð, líkt og gyðingar og Bandaríkjamenn hafi mátt þola í Evrópu. „Sem íslenskur ríkisborgari hef ég ekki nokkuð með meint lagabrot að gera. Ég hef heldur ekki fengið þá hugmynd að ég geti lagt undir mig mestallan heiminn,” segir hann í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér um málið.

Mér finnst persónulega að þetta sé góð hefnd fyrir einokunarverslunina að við séum í staðinn að kaupa Danmörku en það er reyndar bara Baugur en ekki Íslendinga