Af hverju fara strákar alltaf í svo mikla vörn þegar þeir eru kallaðir krútt?
Ég hef lent í því þrisvar sinnum að viðkomandi fer í geðveika vörn…

1. tilvik;
Einn vinur minn sagði eitthvað geðveikt fyndið og sætt, og ég sagði “Æææi krútt!”
Þá svaraði hann “Ég er ekki krútt! Ég er hardcore!”


2. tilvik;
Fyrrverandi kærasti vinkonu minnar sagði eitthvað sniðugt og vinkona mín sagði við hann “Oooo, krúttið!”
Hann sagði “Nei! Ég er sterkur!” Og fór að kyssa bísana sína…


3. tilvik;
Ég var að rúnta með kærastanum mínum og sagði að mér finndist hann vera svo krúttlegur þegar hann væri með gleraugu
Hann svaraði þá “En ég vil ekki vera krúttlegur!”
Ég “Hvað viltu þá vera?”
Hann hugsaði sig um og sagði svo “Eitthvað karlmannlegt”



Eru allir strákar svona? Finnst ykkur það “niðurlægandi” að vera kallaðir krútt?
Reyndar fór ég í hláturskast í öllum þessum atvikum en þeir voru allir býsna alvarlegir þegar þeir neituðu því að vera krútt, meira að segja gaurinn sem kyssti upphandleggina sína…

Hvað finnst ykkur? Af hverju er þetta svona? :/
I love you, in a really, really big pretend to like your taste in music,