ég fór að hlusta á útvarpstöðvar á netinu fyrr í september og fannst það bara sniðugt en ég hlustaði á MSN-radio á einhver skemmtileg 60´s lög :=)

en síðan var mér sagt að þetta tæki mikið dl og þá gáði ég að því:

“ADSL-gagnamagn innifalið = 500 MB.
Heildar gagnamagn sótt í þessum mánuði = 524 MB.

Ágæti viðskiptavinur,

Í dag (19.9.2001) hefur þú fullnýtt það gagnamagn
til útlanda sem er innifalið í mánaðarlegu áskriftargjaldi.
Hér eftir kostar hvert 1MB 2,5 krónur sem sótt er erlendis
en allt gagnamagn innanlands er ómælt.”

og síðan seinni:

“Skráð útlandanotkun þín,frá 01.09.2001 til 23.9.2001 er 641 MB”
í september,

*semsagt,enginn gleðilegur símreikingur næst :)

**En hefði mér ekki verið sagt frá þessu að þá hefði ég líklegast fengið tilkynningu á þessa leið:

“Lokað hefur verið fyrir net-aðganginn þinn og adsl-ið þitt gert upptækt upp í stórskuld fyrir útlandanotkun
en útlandanotkunin hljómar uppá annan tug gígabæta” :=)

Kannski ekki alveg en net-útvarp leynir sko á sér og étur upp gagnamagið fyrr en maður grunar!

***
Þetta er allt “Norðurljósum” að kenna af því að annars hefði ekki verið lokað fyrir “gull 90.9” og þá hefði þetta aldrei gerst :=]