Hef lesið marga svona þræði um nákvæmlega þetta lag svo ég veit hversu fáránlega þetta lítur út!

En allaveganna, hver man eftir því að hafa séð þætti í skólanum þar sem náttúran/dýr voru sýnd? Myndin/þættirnir byrjuðu á því að e-ð lag var sem allir fá á heilann og páfagaukur að fljúga um hvítt musteri og margir svona sjónvarpsskjáir með mismunandi myndum á.

Væri ágætt ef einhver skilur þessa ælu mína hér fyrir ofan og gæti sagt mér hvað lagið heitir eða allaveganna þátturinn.

Fyrstur að svara fær hrós frá mér!