Já góðan daginn.

Loksins veit ég afhverju það er búið að setja upp “vinsamlegast talið ekki í símann meðan afgreiðslu stendur yfir” (eða einhvað álíka) skilti í búðum.

VÁ HVAÐ ÞAÐ ER BÖGGANDI ÞEGAR FÓLK GERIR ÞAÐ !
(þá meina ég að tala í síma meðan afgreiðslu stendur yfir)

Ein kona kom í dag, mikið að gera og allt í botni, svo þegar hún er að setja úr körfunni á brettið hringir síminn, svo er hún að tala í símann (þetta týpíska “oh my god hann er svo sætuur !” símtal við vinkonu sína) og hún er talandi það hátt að ég gæti heyrt hvað hún væri að tala um inná lager.
Svo er ég að reyna að ná samskiptum(typo ?) við hana og það er eins og maður sé ekki til, svo byrjar hún að labba fram og til baka og fólk orðið verulega pirrað. Næst fer hún upp að vegg og hallar sér við vegginn og heldur áfram þar til að konan sem var á eftir henni (um sjötugt konan) kallaði (öskraði if you will) á hana “viltu skella á þennann andskotans vin þinn og drulla þér hingað og borga vörurnar !”.
Þá setti konan upp þvílíkan fýlusvip, borgaði og dreif sig út í bíl.

Svo er það fólk sem borgar með 5000 köllum.
Það er nokkuð böggandi þegar fólk borgar einhvað sem kostar lítið með 5000 króna seðli.
t.d þá kom maður og keypti kaffipakka sem kostar segjum 350 krónur og borgar það með 5000 kalli.
ég var með nærrum 100.000 kr í 5.000 köllum í enda dagsins (þetta gerðist mjög oft, i hate those people so much).

ekkert meira spennandi í bili (sammt kom “veistu hver ég er” stelpan aftur enn í þetta skipti með foreldrum sínum)

kv. Endaþarms Kunta