Áðan ætlaði ég að kaupa Counter Strike- Anthology1 í BT Skeifunni þar sem það var opið.

Fyrst fór ég á netið til að gá hvort hann væri til. Það stóð +5. Þá gerði ég ráð fyrir að hann væri til. Svo hringdi vinur minn í BT og starfsmaður þar sagði að hann væri til. Jæja, þá býst maður við að hann sé til.

Þá fer ég til mömmu og bið hana um að skutla okkur. Hún trúir ekki að það sé opið og þótt ég sýni henni það þá neitar hún samt. Svo við tökum strætó.

Hinsvegar þegar við erum komnir er okkur sagt (eftir mikla leit) að hann sé ekki til og næsta sendin verði á þriðjudaginn. Svo það eina sem ég “græddi” á þessari ferð voru strætómiðast sem ég keypti niðrí Mjódd.

Oh joy!

Bætt við 10. september 2006 - 22:03
Og þetta á auðvitað að vera miðar.*
Let me in, I’ll bury the pain