ég trúi ekki á guð og hef eiginlega aldrei gert það og er stolt af því en ég fæ samt svakalega gagngrýni út á það að vera öðruvísi og trúa ekki á það sama og hinir td þegar ég var að fermast borgaralega þá fannst öllum það svo ansalegt og hallærislegt og ég get ekki talið hvað ég fékk spurninguna “biddu afhverju ertu að fermast borgaralega???” og ég var rosalega gagngrýnd fyrir það að trúa ekki á guð og eg bara þoli þetta ekki!!!!
td eitt atvik um daginn:

ég var í enskutíma(9 bekk) og við byrjuðum að tala um guð því kennarinn er prestur og hann sagði: “réttið upp hönd sem trúið” á guð og allir réttu upp hönd nema ég og svo sagði hann: “réttið upp hönd sem eruð ekki viss hvort þið trúið á guð” og enginn rétti upp hönd og svo sagði hann: “réttið upp hönd sem haldið að það sé enginn guð” og ég rétti upp hönd og allir bara hahha hún trúir ekki á guð og þá teiknaði hann mynd sem var semsagt hringur og hann sagði “inn í þessum hring er allt sem er hægt að vita í heiminum” og hann spurði hvað við héldum að við vissum mikið af hringnum og allir sögðu bara smá semsagt svona 1 punktur og hringnum og svo bennti hann á mig og sagði hún veit svona mikið og gerði stórann punkt á hringinn og hann sagði “jæja fyrst þú veist svona mikið þá hlituru að vita að það sé enginn guð og fyrst þú veist svona mikið þá áttu bara ekkert að vera í skóla er það nokkuð?” og krakkarnir sögðu “nei hún á ekkert að vera hérna hún er bara heimsk og veit ekki neitt” og hann sagði já hún getur ekki sagt að guð sé ekki til afþví hún veit það ekkert hún er ekkert vitrari en við og krakkarnir héldu áfram að segja að ég væri heimsk og ég sá alveg hvernig þau horfðu á mig. og ég vil taka það fram að ég sagði ekki orð allann tímann ekki frá byrjun það eina sem ég gerði var að rétta upp hönd

afhverju fær maður þessa gagngrýni afþví maður hefur ekki sömu skoðanir og aðrir?? þeim finnst ég nautheimsk og langar ekkert að kynnast mér afþví ég trúi ekki á guð og þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ gagngrýni út á þetta!!! og verðu ekki í seinasta sinn heldur er ég nokkuð viss um


þið hugarar sem eruð ekki kristin hvað finnst ykkur? fáið þið svona gagngríni og fyrirlitningu?

og plís þið hin enginn skítköst því ég kann virkilega ekki að svara þeim :/ og já afsakið málfræðina
Sá er sæll er sjálfur um á