Mikið verð ég brjáluð á fólki sem lætur ekki stefnuljósin á!
Var að labba hingað heim rétt áðan(með heyrnartól í eyrunum en þetta var svo rólegt lag að ég heyrði samt allt í kringum min) , fer yfir Hamarstíginn og er á leiðinni yfir aðra götu og sé bíl koma upp götuna í myrkrinu…

Bíl sem gefur ekki stefnuljós þannig að ég labba yfir götuna og í leiðinni beygir hann ÁN þess að gefa stefnuljós. Og ég náttla stoppa á götunni svo hann keyri ekki yfir mig en hann stoppar líka og ég fer yfir..

Svo er ég komin á gangstéttina og komin nokkuð áleiðis, þá stingur farþeginn(strákur sirka 15-17 ára) sér útum farþegasætisgluggann og kallar:
,,Á hvað ertu að hlusta!?''
Og ég hugsa bara að hann sé bara eitthvað að áreita mig því þið vitið, en svo fatta ég að þau/þeir héldu greinilega að ég væri svo upptekin af tónlistinni að ég hafi ekki séð bílinn.

Af hverju heldur fólk að af því að það er enginn bíll fyrir aftan að það geti bara beygt án þess að gefa stefnuljós.
Ég var ekki beint sjálflýsandi en ef þau/þeir hefðu gefið stefnuljós hefði ég allavegana vitað hvað þau/þeir ætluðu sér að gera.

Nöldur! Pirruuð..!