Jæja, nú er skólinn byrjaður hjá mér og fögin sem ég er í eru stærðfræði, tölvur og tjáning. Tjáning er það fag sem mig langar til að nöldra yfir.

Fyrir hvern einasta tjáningatíma fæ ég kvíðakast. Skelf öll og titra af kvíða fyrir að þurfa að tala fyrir framan bekkinn. Á föstudaginn las ég ljóð. Ég hefði frekar viljað vera að gera hvað sem er annað. Þvílík ógleði og magaverkur og ég titraði og titraði. Og svo voru helvíti öflugir eftirskjálftar líka. Og núna er ég að semja ræðu sem ég á að flytja á morgun og guðmundur góði, ég kvíði fyrir.

Ég hef aldrei átt svona mikið erfitt áður að tala fyrir framan fólk, kannski aldrei reynt svona á það áður en váá þetta er helvíti.

Ég er ekkert sérstaklega feimin. Ég á auðvelt með að eignast vini og finnst ekkert mál að tala við fólk. En að tala svona fyrir framan fólk, mig langar að æla við tilhugsunina. Hvað í andsk. er að mér? Þarf ég að sálfræðisaðstoð að halda eða eitthvað. Ég get ekki beðið eftir að þessum þjáningartímum ljúki(3 vikur. . ) og í guðanna bænum ekki segja að það sé til tjáning 203!