Ég hef talað við fólk frá mörgum löndum og þekki sumar mjög vel og þar á meðal þekki ég 3 frá Ísrael og 1 frá Líbanon. Sem betur fer býr enginn af þeim á átakasvæðunum en ég hef heyrt frá þeim að þó þau séu svo langt frá eru mikil áhrif frá stríðinu og lífið getur verið helvíti.

Sú sem ég hef þekkt lengst, í rúmt ár á heima 30 mínútur fyrir utan Tel Aviv en eins og sagt hefur verið í fréttum hefur enginn friður verið þar í kring síðustu mánuðina og rétt áðan sendi hún mér video sem gengið hefur á MSN um Ísrael síðustu daga. Á sama tíma sagði hún “I wish you'd never have to see this.”

Hversu oft hefur maður ekki kvartað yfir hundleiðinlega lífinu hér á Íslandi? Þegar maður hefur séð þetta video, eða allavega ég og heyrt sögur frá fólkinu á staðnum en ekki frá Bandarískum og Breskum fréttastofum getur maður ekki annað en fundið til með fólkinu og hugsað hversu góðu lífi maður lifir. Þetta stríð jafnt og öll átök sem hafa verið undir botni Miðjarðarhafs síðustu árin koma okkur öllum við, sama hvar við erum á hnettinum. Mynduð þið vilja að þetta kæmi fyrir bæinn ykkar?

http://terroristcrimes.blogspot.com/2006/07/terror-in-israel_20.html
Shadows will never see the sun