vá hvað ég þoli ekki þegar fólk lætur það bitna á öðrum ef þau eiga slæman dag.
ég kannski geri það stundum sjálf en reyni nú að passa mig betur, sérstaklega eftir að ég fór að vinna á kassa í bónus.

ástæðan fyrir þessu nöldri er að ég hringdi niðrí sambíóin álfabakka áðan til að athuga hvort það væri uppselt á pirates of the caribbean í kvöld, því að well ég er búin að heyra frá fólki sem hefur farið síðustu daga og það var oft uppselt.
og vá gellan hefði alveg eins getað sagt mér að fara í rassgat og sleppa því að hringja.

spurði hvort hún vissi hvort það yrði uppselt í kvöld og hún svona.. “u nei það er ekki hægt að panta miða sko”
var ekki að spurja um það vinan en anyway
ég eitthvað, ok þannig að þú býst ekkert við því að það verði uppselt í kvöld?
hún: neiii (svona nei sem maður heyrir hana ranghvolfa augunum)
og ég ætlaði að vera kurteis og þakka fyrir upplýsingarnar og var hálfnuð með að segja
ok takk fy..
þegar hún ákvað að vera mjög mjög kurteis og segja: ok bæ.

o.O
hehe, kannski ekkert til að böggast útaf, ein alveg að drukkna í gelgjunni, ég meina tilhvers er fólk að hringja í upplýsingar?
eru þær ekki bara svona skraut til að sýnast vera með góða þjónustu :)

~bollasúpa