Jæja, áðan var ég að koma heim úr minni “4” daga ferð, sem bæði styttist og lengdist…


Málið er að þegar við ætluðum út bilaði flugvelin og við auðvitað að bíða í leifstöð -.- á meðan að það var verið að ljúga að okkur að það væri flugvél á leiðinni frá Charles De Gaulle… En við vissum öll að hann lokar frá 24-5… Jæja þá, það var risist, við vorum þreytt, spenningurinn sem var með okkur í fyrstu dvínaði og dvínaði og fór minnkandi með hverri mínútu… og svo alltí lagi með það, við fengum að fara heim en þurftum samt að vaka alla nóttina til þess að horfa á textavarpið, er það ekki frábært?

Jæja, við vöknuðum um níuleytið um morguninn og ég fór með pabba upp í vinnu, þá fór hann á airport.is og sá þá að flugið okkar væri á tveimur línum:

ZI573-Paris-Cancelled
ZI573-Paris-12:00


ég meina, hvoru á maður að trúa? Pabbi hringdi í terra nova í 100. skipti síðan um kvöldið :')

En já, konan sagði að það væri staðfest flug klukkan tólf að hádegi, þá komin 16-17 tíma seinkun.

Þá var bara lagt af stað á flugvöllinn, ferðafélagar sóttir og brunað reykjanesbrautina, þá klukkan 10:45.

Svo hringdi systir stjúpu minnar í okkur og sagði að það væri staðfest 11:20, við komin rétt út úr hafnarfirðinum auðvitað hissa á því að það sé verið að breyta svona hlutum, auðvitað án þess að láta vita, það er ekki erfitt að taka upp símtól og stimpla inn númer sem fólk skildi eftir svo það gæti verið tilbúið…


En ok, við komum aðeins of seint en hvað með það? Breytti ekki neinu… dagurinn í Parísvar hvort sem er ónýtur, allt búið að loka.

—- Svo er komið að heimferðinni…

Jæja, fimmtudagskvöld til sunnudagskvöld? Nei, Fimmtudagskvöld til Mánudagsmnorguns. Aðfaranótt mánudags án svefns og matar og auðvitað drykkjar…

Charles De gaulle er lélegasti flugvöllur í heimi, þar með talinn allir þessir litlu, Flugvöllurinn á Bakka er betri…

Fólk, stoppiði aðeins, þið kannist kannski við það að sumar þjóðir eru þroskaheftar í samskiptum við annað fólk úr öðrum löndum? Jæja, Frakkar eru tungumálafatlaðir, þeir vilja hvorki tala né skilja ensku.

Já, allar upplýsingarnar sem við fengum á þessum flugvelli var heimskulegur… ALLT Á FRÖNSKU.

Flugvélin okkar bilaði… Tæknileg bilun í vélbúnaði, sögðu þeir. en málið er, það var eingin standby vél, áhöfnin fékk að fara á hótel auðvitað og við biðum í þessu ógeðslega low budget terminali þar sem við sátum og biðum eftir næstu fréttum. sem voru auðvitað svona nokkurnvegiinn með þjálli Ensku: To the due of technical problems you have to vate a 30 minute vate, thank you.

Jæja… svo loksins kom þetta skemmtilega, your flight has been cancelled en á skjánum stóð on time og svo stuttu eftir delayed-retardé…

okkur var sagt að við þurftum svo um morguninn að fara á Orly flugvöllinn klukkan sjö um morguninn þá var klukkan um eitt. Við ferngum líka að vita að við fengum hótel, en hvað á maður að sofa í einn tíma, vakna fara uppá flugvöll og ganga í gegnum hell alla leiðina af þreytu og svengd?

Svarið er já, Flugstöðin Charles de gaulle er með samskiptafatlað fólk í vinnu… Við komum ekki niður á hótel fyrr en um 4, þá 3 tímar í brottför á flugvöllinn og eftir að tékka alla inn, við fengum ekki nema 1 og hálfan tíma í svefn, sumir fengu ekki neinn.

Jæja, ég hef lokið minni fýsn í að skrifa um minn skammt af flugvellum og flugfélaginu Aigle Azur… Og svo má ekki gleyma þessarri “góðu” þjónustu hjá terra Nova…


Það kemur ferðasaga annars á ferðalög á næstunni..

Takk fyrir áheyrnina,
-krizza