Smá ábending til allra sem eru að senda videolinka.
Mér finnst komið tími til að stjórnendur sem sjá um video linkana á háhraða og bara í öllum hinum áhugamálunum ættu að setja harðari reglu á fólk ef það ætlar að senda hér inn videolinka eða bara linka á einhverja síðu sem inniheldur flash leiki eða ýmislegu öðru efni og skrifa smá svona innihaldslýsingu “detail” eða upplýsingar um videoefnið sem það er að senda inn svo maður lendi ekki alltaf í vafa hvort maður á að skoða videoefnið. En það er gert á flestum öðrum vefsvæðum sem ég fer á. Það skiptir máli, enda þýðir ekkert að selja kúnanum eða vekja áhuga fólks fyrr en það veit hvað það er að fara í ekki satt. En auðvitað taka sumir áhættu og fara í efnið án þess að pæla um afleiðingarnar.
En ef þeir sem senda inn slíka linka gera það ekki þá verður linknum eytt eða lokað og stjórnandinn sendir viðkomandi ámynningu að skrifa næst frekari upplýsingar en ég hef lent í slíku á öðru vefsvæðum ef ég geri ekki slíkt. Maður skilur það alveg vel.
Ég hef lent áður í því hér á huga þegar einhver var að vísa á video en það innihélt vírus og svo var hann líka hýstur á spamsíðu sem var bara með yfirfullt af njósnaforritum og þvílíkum ósóma. Ég man ekki lengur hvaða linkur það var enda svo langt langt síðan. Þess vegna hef ég alltaf varann á þegar maður sér svona illa upplýstan kork um einhvern link sem einhver er að benda á að skoða. Það þarf því að herða eftirlitið með þessu aðsendu videolinkum. Meira byð ég ekki um og ég vona að þessari ábendingu sé sýndur skilningur á málunum.
