Þetta er þrælmögnuð uppfinning sem fáir nýta sér. Appelsínugult blikkljós sem segir öðrum í umferðinni hvert þú ert að fara að beygja. Sparar tíma og reiðisellur því það er fátt meira pirrandi en að bíða eftir að komast í beygju og fíflið sem var 10 metrum frá gat ekki gefið stefnuljósið… Það virðast margir hugsa aðeins um sjálfa sig í umferðinni sem er leiðinlegt. Ég var í Þýskalandi fyrir stuttu og þá tók ég eftir nokkrum punktum:

— Það keyra allir á löglegum hraða innanbæjar, jafnvel þegar það er bara 40 km/h hámarkshraði. Ég myndi giska á að einn af hverjum 10 keyri á 30 á þeim svæðum þar sem skólar eru.
— Í kjölfarið á þessari reglusemi eru engar hraðahindranir í Þyskalandi sem er bara töff.
— Stefnuljósin eru notuð af 98% Þjóðverja.

Svo, ef þú notar ekki stefnuljós þá máttu byrja hér. Ef þú átt foreldra sem nota ekki stefnuljós, segðu þeim að nota ljósið mikla oftar.