Ég hata þegar fólk segir þetta: að eilífu. Ég og besta vinkona mín sem ég hef þekkt síðan ég man eftir mér, sem skildi mig fullkomlega og öfugt, ætluðum að vera vinkonur að eilífu. Núna tölum við varla saman, því við höfum báðar breyst svo mikið.
Það sama hefur líka gerst við fullt af fólki, þó að ég hafi ekki heyrt það margar sögur.

Og srákar sem segjast munu elska mann að eilífu. Allt sem þeir meina þegar þeir segja þetta er að þeir elski mann mjög mikið á því augnabliki. Einu sinni sagði strákur mér það (Senti fullt af ástarbréfum og alles) og núna heilsumst við varla úti á götu.

Þetta er bara svo vitlaust eitthvað. Maður getur ekki séð fram í tíman og vitað hvernig hlutir verða, ekki einusinni skoðanir og tilfinningar manns sjálfs.
Þessvegna get ég aldrei trúað fólki þegar það segir þetta, ég vil helst ekki að fólk segi þetta við mig því hvernig á það að geta staðið við það?
Skiljiði hvað ég meina?