ÓGEÐSLEGT atriði sem gerðist í (unglinga)vinnunni í dag.. varúð, létt blótsyrði fylgja hér með textanum, börn og viðkvæmar sálir ættu að sleppa því að lesa þetta.

Við erum með tvo skúra, sem eru hlið við hlið , standa nokkurnvegin svona: |_.

Þar sem punkturinn er þar er kamar (við erum lengst uppi á heiði) og ég fór upp á stól fyrir utan hurðina (sem var opin), steig upp á vaskinn og svo ofaná eitthvað annað á veggnum á skúrnum, upp á kamarinn - greip undir bárujárnið á þakinu - svona 20 köngulóarvefir og þegar ég potaði í þá var þetta svona crunchy (ég missti jafnvægið og stakk þumalputtanum þarna inn, fast) -.-

Ekki nóg með það heldur hrundu vefirnir út og á mig, og fullt af gulum litlum hringlóttum pöddum (hrollur In real life er ég skrifa þetta) HLUPU út og niður vefinn og á mig fokking allan!!! Djöfull var þetta óóógeðslegt, ég þorði ekki að hoppa niður á steinana heldur fór ágætlega hægt niður og reif peysuna og nánast bolinn af mér þegar ég var kominn.

*hrollluur*

Þetta var ÓGEÐSLEGT, svona hundrað litlar gular pöddur skríðandi út um allt og örugglega einhverjar á mér núna… ég er farinn í sturtu O.O