Jæja ég verð víst að kveðja fyrir fullt og allt 1001 stigin mín. En það þýðir það ég á aldrei aftur eftir að geta lesið stigin mín afturábak og áfram en jæja *snökT* So be it.



En jæja yfir í annað svo þetta líti ekki út sem spam póstur en ég vildi bara kvarta útaf einu hjá ykkur. En af hverju er tölvuleikir bara síða sem vísar á tölvuleikjasíðu sem er í boði símans? Af hverju er það ekki áhugamál?

En mér finnst ennþá svo ruglingslegt að blanda umtöl um tölvuleiki á leikjatölvuáhugamálinu. En leikjatölvur og tölvuleikir er ekki það sama ef þið hafið ekki fattað það. En ég hef alltaf haldið það á leikjatölvuáhugamálinu sé bara verið að tala um nýjustu tegundir og vandamál sem varðar um allskonar leikjatölvur en ekki almennt um tölvuleiki. Þess vegna ruglar þetta mig oft og ég er viss um að fleiri gera það líka að láta sig ruglast á þessu.

Væri kannski möguleiki þá að breyta þessu og hafa svo bara banner sem vísar á tölvuleikina sem þið eruð með í boði frá símanum? Eða bara setja tölvuleikina sem er í boði eitthvertstaðar á síðuna einsog það er gert með bíólinkana á háhraðaáhugamálinu

En þá getur maður loksins gert tölvuleikjagreinar og korka um tölvuleiki þó það sé hægt að gera það á leikjatölvur en eins og ég nefndi að ofan þá kemur það bara svo ruglingslega út í leikjatölvuáhugamálinu þegar það er verið að blanda saman umræður um tölvuleiki og leikjatölvur. En ef það er ekki hægt væri þá kannski ekki betra að breyta þá nafninu í “Leikjatölvur” í “Tölvuleikir og leikjatölvur”?

Ekki vera neikvæð við mig eina ferðina enn. Ég fórnaði 1001 stigunum fyrir þennan kork þannig að endilega komið með sanngjörn svör fyrir mig.

Takk fyrir.