Já, það var svona korkur “Það skelfilegasta sem þið hafið lent í?”, og það var mjög gaman að lesa svörin úr honum, þannig að mig langar að spurja: Hvað er það skammarlegasta sem það hafið lent í?

Ég hef nú enga rosalega sögu, en það er eitt sem er mér alveg minnistætt:

Foreldrar mínir áttu og ráku einu sinni videoleigu, sem var ágætlega vinsæl, þar á meðal hjá gömlum köllum sem komu til að fá klámmyndir. Yay. Og einn af þeim var svona ógeðslegur kall sem var alltaf (hvort sem það var 10 stiga frost eða 25 stiga hiti) í ógeðslegum snjógalla og hann lyktaði ein sog hann hefði búið í skólpröri í 2 áratugi, var með ógeðslegt sítt skegg og hár og með þykkustu gleraugu ever. Viðbjóðslegur maður, það kom vond lykt inni á videoleigunni þegar hann var búinn að vera þar.

Einu sinni átti pabbi svo að vera að vinna, en hann þurfti að sinna erindum og lét mig og systur mína vera þarna í svona 2 klukkutíma. Svo vorum ég og systir mín að baka til (vil taka það fram að baka til dótið var bara rétt við afgreiðsluborðið, þannig það sást bæði auðveldlega inn og heyrðist hljóðin sem komu þaðan) og við vorum að tala um hvað það yrði nú ömurlegt ef “ógeðslegi kallinn í snjógallanum kæmi nú” og bara tala in general um hvað hann væri nú viðbjóðslegur. Við höfðum verið að ná í nammi og eitthvað til að fylla á í hillunum og löbbuðum svo fram og hvað haldiði? Stendur ekki ógeðslegi kallinn í snjógallanum við boðið og heyrði örugglega ALLT sem við sögðum.

Ég roðna enn þá þegar ég hugsa um þetta atvik.

En hvað með ykkur? Hafið þið frá einhverju svona “skemmtilegu” að segja?