Það er málið með vinkonu mína, ég veit ekki alveg hvort ég eigi að trúa því sem hún segjir.

Þegar hún var í 6.bekk byrjaði hún að æla mat, og hún hefur gert það síðan. Eða meira svona, það hafa komið nokkur tímabil síðan sem hún ældi bara matnum sínum, einu sinni vorum við meira að segja saman í þessu.

Svo hætti ég.. Og ég ákvað að segja mömmu minni frá því að vinkona mín væri að æla matnum, útaf því hún var eiginlega að fara með þetta yfir strikið og ég hafði bara áhyggjur af því að hún gæti ekki hætt.

Mamma sagðist ætla að segja mömmu hennar þetta ef hún yrði ekki hætt eftir viku, og ég einhvernveginn asnaðist til að segja vinkonu minni frá því að ég hafi sagt mömmu þetta.

Þá sagði hún að hún væri alveg hætt þessu og við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af þessu. Þetta var einhverntíman í febrúar minnir mig.

Svo núna um daginn fórum við allar saman á fyllerí, útihátíð þið skiljið. Og hún fór á trúnó og byrjaði að háskælja og sagði mér og vinkonu minni hvað hún ætti bara rosalega erfitt, að það væri svo margt sem við vissum ekki. Líka það að hún væri enn ælandi matnum sínum og væri komin með bjúg.

Síðan þegar við fórum allar út að borða ákvað ég að spyrja hana útí þessi mál, því ég hafði áhyggjur.. En þá sagði hún að hún hefði bara verið að ljúga.

.. Æjj, ég veit ekki hverju ég á að trúa, ég hef bara svo rosalegar áhyggjur af henni, þetta er besta vinkona mín og ég hef ekki efni á því að tapa fleiri vinum.