Tekið úr mbl.is

Sigur Rós á Klambratúni

Hljómsveitin Sigur Rós hyggur á tónleikaferð um landið í sumar og heldur meðal annars útitónleika á Klambratúni í Reykjavík. Tónleikarnir á Klambratúni verða sendir út beint í þjóðarkvikmyndahús Englendinga í Lundúnum, National Film Theatre, en tónleikaferðin öll verður kvikmynduð. Tónleikarnir á Klambratúni verða sunnudaginn 30. júlí og hefjast kl. 20.30. Aðgangur verður ókeypis. Að sögn skipuleggjenda ferðarinnar er nánast búið að fastsetja tónleika utan Reykjavíkur og ljóst að það verða nokkrir tónleikar víða um land á tveggja vikna tímabili.

Strengjasveitin Amiina hitar upp fyrir Sigur Rós, en stöllurnar í Amiinu leika einnig með Sigur Rós í nokkrum lögum. Megintilgangur tónleikaferðarinnar er gerð kvikmyndar um Sigur Rós, mannlíf á Íslandi og náttúrufar.

Úúúúúuú´, en gaman =D, ég myndi poppþétt fara á þessa tónleika, en þú?

P.s. Hvar er Klambratún? :S