Þegar fólk gerir eitthvað af sér, er það ekki því sjálfu að kenna. Ber það ekki ábyrgð á því sjálft.

Er hægt að segja; ég var bara svo full/ur?
Áfengi getur ekki borið ábyrgð. Allt sem maður gerir ber maður ábyrgð á.

Maður lemur konuna sína. Heldur framhjá karlinum sínum. Keyrir á ljósastaur fullur. Missir vinnuna. Verður sjálfum sér til skammar. Segir hluti sem maður hefði ekki sagt edrú. Þetta gerir maður sjálfur, ekki áfengið.


Þetta virðist vera algengur misskilningur. Áfengi vont, en ekki manneskjan. Fólk ber ábyrgð á sér sjálft ekki ríkið og ekki áfengið.


Niður með glæpi tengda áfengi og niður með áfengisgjaldið. Þótt þú borgir gjaldið firrir(fyrrir?) það þig ekki þeirri ábyrgð að vera þátttakandi í samfélagi mannna. Burt með á.t.v.r. og þeirra gjald.

Fólk, takið afleiðingum gjörða yðar. Ekki kenna öðru um.

Þekkir þú áfengisbölið?