Í ljósi liðinna atburða, sem auðvitað eru sorglegir, hefur umræðan hérna á hugi.is aukist svo um munar. Það er auðvitað hið besta mál. En er umræðan ekki aðeins komin á dáldið miklar villigötur? Maður fléttir yfir þræðina og sér ansi margar og einkennilegar yfirlýsingar. Merkilegust er þó WWIII fullyrðingarnar. Maður hefur rekist á rituð orð um Kína og BNA í stríð, hvað er það? Rússum hefur verið blandað inní þetta og Guð má vita hvað, og ekkert af þessu fólki veit einu sinni hver eða hvað stóð á bak við þessa árás. Þannig að ég spyr ykkur hérna á hugi.is, er fólk að bregðast of harkalega við? Er fólk taugastrekkt, stressað, og lætur því ýmis stór orð flakka í kjölfarið af því, oftast mjög óvitrænt og órökstutt?