Sælir kæru hugarar

Þannig er mál með vexti að ég og vinir mínir ætlum að fara í interrail ferð næsta sumar og erum því að hefja upplýsinga öflun eins og er.
Ég gæti því vel þegið allar þær upplýsingar sem hugarar geta veitt um interrail ferðir.

Við ætlum að fara í mánuð og ætlum líklegast að kaupa allra svæða passa. Ég er búin að vera að skoða síðu stúdentaferða sem og http://www.interrailnet.com. http://www.interrailnet.com.
http://www.interrail.net/index.php
en sem komið er veit ég samt eiginlega ekki neitt.

Gildir passinn sem frítt alltaf á 2 farrými eða þarf maður stundum samt að borga í lestirnar?
Verðum við að kaupa passann af stúdentaferðum eða getum við keypt hann t.d. í köben?
Er einhverstaðar hægt að skoða leiðakort yfir lestarkerfið i Evrópu og tímaáætlun yfir lestarkerfið?

Allar upplýsingar eru vel þegnar.
Takk takk
Kv.Aerie
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]